Upprunalegi leikurinn kom út á vegum Visceral Games árið 2008. Tveir aðrir leikir fylgdu í kjölfaðið á þessari vinsælu geim-hrollvekju, árin 2011 og 2013. Fjórum árum síðar, árið 2017 lokaði Electronic Arts Visceral stúdíóniu sem að sögn vann um þær mundir að leik í Star Wars seríunni.

Endurgerð Dead Space mun að sögn fyrirtækisins vera unnin frá grunni af EA Motive og framleidd í Frostbyte leikjavél fyrirtækisins.

Leikurinn mun koma út á nýrri leikjavélum, PS5, XB Series S/X og á PC tölvum.

Nánar: EA Movive @ Twitter: https://twitter.com/MotiveStudio

Stikla:

By erkiengill

Arnar er miðaldra karlmaður sem hefur áhuga á tölvuleikjum. Hann er mjög lélegur spilari, sérstaklega í PvP leikjum. Hefur samt á langri ævi og mörgum leikjum safnað yfir 1600 PlayStation Trophies. Fyrsta leikjavélin sem hann eignaðist var Atari 800XL og var 64Kb.

Leave a Reply