
Electronic Arts hafa svipt hulunni af nýjustu útgáfu hinnar vinsælu skotleikjaseríu Battlefield. Afurðin, sem nefnist Battlefield 2042, mun koma út fyrir PlayStation í október næstkomandi.
Eins og titill leiksins ber með sér mun leikurinn gerast í óorðinni framtíð, þar sem hamfarir og óþekkt öfl hafa þurrkað út megnið af tæknigetu mannkyns. Herir málaliða berjast um afganginn af plánetunni og hafa til þess ýmis framúrstefnuleg vopn og vitvélar.


Fjölspilunarhluti leiksins mun bjóða upp á 128 spilara samtímis á PlayStation 5 en helming þess, 64 spilara, á PS4.


Útgáfudagur Battlefield 2042 er 22. október og verður leikurinn fáanlegur fyrir bæði PlayStation 4 og 5. Sama dag mun hann einnig fáanlegur á XB1, XBox Series S og X og Windows tölvum.


Nánar:
Heimasíða: https://www.ea.com/games/battlefield/battlefield-2042
Stikla: