Útgáfudagur og ný stikla fyrir Dying Light 2 Stay Human

Framhald fyrstu persónu uppvakninga morð-orgíunnar Dying Light hefur verið í vinnslu um hríð. Nú hafa höfundarnir, Techland, glatt okkur með sýnishorni af afurðinni og staðfest að leikurinn komi út í desember á þessu ári.

Útgáfudagur fyrir báðar kynslóðir, PlayStation 4 og PlayStation 5, er 7. desember 2021. Í leiknum getur þú sem fyrr sálgað hjörðum af hálfdauðum ómennum og notað til þess magnaða parkour hæfileika auk ýmissa tækja og tóla.

Pólska stúdíóið Techland á að baki nokkra vel heppnaða leiki og seríur á borð við Call of Juarez, Dead Island Riptide og Nail’d.

Nánar:

Umfjöllun PlayStation Blog: https://blog.playstation.com/2021/05/27/dying-light-2-stay-human-launches-on-ps5-and-ps4-december-7-new-gameplay-details

Opinber vefsíða: https://dl2.dyinglightgame.com

Stikla:

Leave a Reply