

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan við fengum fyrst að frétta af Spider-Man: Miles Morales sem væntanlegur er á báðar kynslóðir PlayStation í nóvember. Fréttaveitan Game Informer fékk forskot á sæluna og hefur verið að spila og fjalla um leikinn. Sjá umfjöllun þeirra hér: https://www.gameinformer.com/miles
Sérstakt pláss fékk frétt miðilsins um nýjasta vin Köngulóarmannsins, köngulóarköttinn Spider-Man (þeir eru nafnar líka! OMG). Myndband Game Informer má sjá hér: https://www.gameinformer.com/exclusive-video/2020/10/14/exclusive-look-at-miles-feline-friend-in-marvels-spider-man-miles



Blekið var varla þornað á útgáfu Game Informer þegar Twitter lagðist á hliðina með aðdáunar- og undrunarstunum Marvel nörda og PlayStation spilara. Enda kvikindið búið að koma sér þægilega fyrir í bakpoka Miles Morales og hjálpar honum að berja á bófum og illmennum!
Sold hvað mig varðar.
Spider-Man: Miles Morales kemur út fyrir PS4 og PS5 þann 19. nóvember í Evrópu, 12. nóvember í USA.
Nánar:
Umfjöllun PS Frétta um leikinn frá 17.06.2020: https://psfrettir.com/2020/06/17/miles-morales-spider-man-ps5
Umfjöllun Game Informer um Spider-Man: Miles Morales: https://www.gameinformer.com/miles
Grein og myndband sama miðils um undrakisann Spider-Man: https://www.gameinformer.com/exclusive-video/2020/10/14/exclusive-look-at-miles-feline-friend-in-marvels-spider-man-miles
Insomniac Games á Twitter: https://twitter.com/insomniacgames
Nýleg stikla fyrir leikinn sýnir 7:30 mínútur af spilun leiksins: