Hvolpasveitin til bjargar Adventure Bay

Brunaæfing.
Ýmsar hættur bíða hvolpanna hugrökku.

Væntanlegur er nýr PlayStation 4 leikur með uppáhaldi allra barna, Hvolpasveitinni. Sá kallast Paw Patrol: Mighty Pups Save Adventure Bay og kemur út á vegum Outright Games í nóvember.

Drakhar Studio hanna leikinn sem er fyrir 1-2 spilara. Krakkarnir geta því spilað saman í co-op og stjórnað uppáhalds hvolpunum sínum til bjargar Ævintýravog (Adventure Bay). Loftsteinn hefur rústað bænum, en veitt hvolpunum ofurkrafta sem þeir þurfa að nota, ásamt björgunarhæfileikum sínum og hugrekki til að bjarga málum.

Þarna er ekki köttur fastur í trénu sem þarf að bjarga heldur strákur.
Ofurkraftar geta komið sér vel.

Nánar um leikinn:

„A fallen meteor has given the pups mighty powers – and left Adventure Bay in a mighty mess. Now, it’s up to you and the Pups to use their powers, rescue skills and gadgets to make the town PAWsome again.

Embark on a super-heroic mission with the Mighty Pups and Chase’s Super Speed, Marshall’s Mighty Heat, Skye’s Whirlwind Power and the whole mighty PAW Patrol team.

Explore the town and journey to Jake’s resort, Tracker’s jungle and beyond. With a whole town to help out and 2-player co-op fun, Adventure Bay has never been so interactive.“

Leikurinn býður upp á co-op spilun 2 leikmanna.
Englahvolpur.

Paw Patrol: Mighty Pups Save Adventure Bay kemur út fyrir PlayStation 4 þann 6. nóvember. Sama dag kemur leikurinn út fyrir Nintendo Switch. XB1 útgáfa er svo væntanleg mánuði síðar, 6. desember.

Nánar:

Outright Games: https://outrightgames.com/games/paw-patrol-mighty-pups

Twitter: https://twitter.com/Outright_Games

Stikla:

Leave a Reply