Hrollvekjan Tormented Souls væntanleg á næsta ári

Survival horror leikurinn Tormented Souls hefur verið kynntur og mun koma út á næsta ári fyrir PlayStation 4 á vegum PQube. Þarna er á ferðinni klassísk hrollvekja í anda leikja eins og Resident Evil, Silent Hill og Alone in the Dark. Í leiknum stígur þú í spor Caroline Walker sem þarf að finna týnda tvíbura á sveitasetrinu Winterlake.

Útgáfudagur leiksins hefur ekki verið negldur niður en vitað er að hann er áætlaður á næsta ári, 2021. Samhliða útgáfu fyrir PS4 mun Tormented Souls koma fyrir XB1, Nintendo Switch og PC tölvur.

Nánar:

Stikla: https://youtu.be/IW2cX5Kxbwc

Leave a Reply