Hopp og skopp í undirheimum

Framhald hins vinsæla platform leiks Spelunky kemur út 15. september að því er útgefandinn hefur tilkynnt. Upprunalegi leikurinn kom út árið 2014 og þótti vel heppnaður. Í leiknum spilar þú fjársjóðsleitara sem kannar neðanjarðarheima sem eru fullir af skrímslum, gildrum og gullkistum. Það óvenjulega við hann er að borðin eru framleidd af handahófi í hvert sinn sem leikurinn er spilaður og því ný upplifun í hvert skipti. Spelunky býður upp á fjölspilunarmöguleika (co-op) allt að 4 spilara.

Að sögn framleiðanda leiksins, Mossmouth, mun Spelunky 2 bjóða upp á margt það sama og fyrri leikurinn gerði, nema bara á stærri skala. Borðin eru orðin stærri, þéttari og fjölbreyttari. Netspilun hefur einnig verið uppfærð með Deathmatch og competitive möguleikum.

Heitasta helvíti

Spelunky 2 kemur út fyrir PlayStation 4 þann 15. september nk. Steam útgáfa leiksins er áætluð nokkrum vikum síðar.

Undirheimar eru fullir af leyndardómum

Nánar:

Frétt PlayStation blog: https://blog.playstation.com/2020/08/06/spelunky-2-launches-on-ps4-september-15/

Derek Yu (@mossmouth) á Twitter: https://twitter.com/mossmouth

Stikla: https://youtu.be/3gc1xuzHIDs