

Japanski leikjarisinn Square Enix undirbýr nú útgáfu nýjasta innleggsins í hinni vinsælu seríu Final Fantasy.
Serían hefur löngum þótt hápunktur japanskra RPG leikja og verður saga hennar ekki rakin hér, enda löng og flókin.

Í Final Fantasy 16 spilar þú sem hetjan Clive Rosfield, sá kappi ferðast um heim sem kallast Valisthea og mætir ýmsum áskorunum og andstæðingum í hefndarleiðangri gegn hinum yfirnáttúrulegu Ifrit.

Bardagarnir í leiknum gerast í rauntíma, ólíkt fyrri leikjum þar sem um var að ræða turn-based slagsmál. Clive notar hefðbundin vopn ásamt göldrum sem hann lærir eftir því sem sögunni vindur áfram. Stór hluti andstæðinga eru ofurskepnur sem kallast Eikons, Clive öðlast mátt þeirra eftir að hafa sigrað í bardaga.
Eftir því sem við komumst næst verður ekki hægt að velja um erfiðleikastig í leiknum en vélin mun stilla það eftir hæfileikum spilara.

Nánar um leikinn:
Final Fantasy XVI is set on Valisthea, a world divided between six nations who hold power through access to magical Crystals and Dominants, humans who act as hosts for each nation’s Eikon. Tensions between the nations escalate as a malady dubbed the Blight begins consuming the land. Clive Rosfield, guardian to his younger brother Joshua, witnesses his kingdom destroyed and goes on a revenge quest in pursuit of the dark Eikon Ifrit.

Final Fantasy XVI kemur út fyrir PlayStation 5 þann 22. júní.
Nánar:
Square Enix: https://na.finalfantasyxvi.com
Umfjöllun PlayStation.Blog: https://blog.playstation.com/2023/04/13/state-of-play-debuts-25-minutes-of-all-new-final-fantasy-xvi-gameplay
Stikla: