

CD Projekt Red hefur kynnt áform sín um PlayStation 5 uppfærslu á einu besta RPG ævintýri seinni ára, The Witcher 3: Wild Hunt.
Leikurinn kom upprunalega út 2015 og DLC viðbótin Hearts of Stone seinna sama ár. Blood and Wine viðbótin var síðan gefin út um mitt ár 2016.

PS5 útgáfa The Witcher 3 verður ókeypis uppfærsla fyrir þá sem hafa áður keypt leikinn á PlayStation og inniheldur báða DLC aukapakkana sem komu út fyrir leikinn.
PlayStation 5 uppfærslan verður stútfull af endurbótum og nýju efni. Fyrir utan grafískar endurbætur og mun hraðari hleðslutíma mun PS5 útgáfa leiksins innihalda nýtt efni byggt á Netflix seríunni sem hóf göngu sína árið 2019.

Vefurinn Pushsquare hefur tekið saman allt það sem er nýtt í þessari útgáfu, sjá hér:
The Witcher 3: Wild Hunt kemur út fyrir PlayStation 5 þann 14. desember.
Nánar:
CD Projekt Red: https://www.cdprojektred.com/en
The Witcher 3: Wild Hunt: https://www.thewitcher.com/en/witcher3
Stikla: