

Væntanlegur er skrímslaveiðileikurinn Wild Hearts sem er samvinnuverkefni Electronic Arts og japanska útgefandans Koei Tecmo. Leikurinn þykir minna nokkuð á hina vinsælu seríu Monster Hunter sem hefur notið fádæma vinsælda.
Leikurinn er hannaður af Omega Force sem er einna þekktast fyrir Dynasty Warriors leikina.

Wild Hearts gerist í ævintýraveröldinni Azuma sem er innblásin af umhverfi Japan fyrri alda. Heimurinn er þjakaður af yfirgangi skrímsla sem kallast Kemono og það er undir þér, veiðimanninum, komið að vernda íbúa frá hættunni. Þú býrð yfir hinni fornu tækni Karakuri sem gerir þér kleift að smíða vopn og verjur til að berjast við hina hættulegu Kemono.

Wild Hearts kemur út fyrir PlayStation 5 þann 17. febrúar 2023.
Nánar:
EA: https://www.ea.com/games/wild-hearts/wild-hearts
Stikla: