Skip to content

PS Fréttir

PlayStation fréttir og fróðleikur

  • PS Fréttir
    • PS4
    • PS5
    • PSVR
  • Umsagnir
  • Vaktin
  • Um okkur
  • English
  • Home
  • 2022
  • maí
  • 17
  • EA misstu FIFA einkaleyfið
  • PS4
  • PS5

EA misstu FIFA einkaleyfið

Eftir marga mánuði af viðræðum milli FIFA og EA er orðið ljóst að aðilar náðu ekki saman. FIFA 2023 verður því síðasti leikurinn í seríunni sem EA gefa út.
erkiengill 17/05/2022

Deildu þessu:

  • Twitter
  • Facebook

Eftir marga mánuði af samningaviðræðum milli Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA) og Electronic Arts (EA) er orðið ljóst að aðilar náðu ekki saman. FIFA 2023 verður því síðasti leikurinn í seríunni sem EA gefa út en sá leikur er væntanlegur síðla árs. Sambandið leitar nú að nýjum samstarfsaðila fyrir þróun á næstu afurðum sem koma út undir merkjum FIFA.

Báðir aðilar sendu frá sér fréttatilkynningar í kjölfar þessarar niðurstöðu hvar þeir reyndu að sýna útkomuna í jákvæðu ljósi. Hvað EA varðar þá ætla þeir að halda áfram á sömu braut, gefa út fótboltaleiki árlega, en nú undir nýju nafni, EA Sports FC. Bentu þeir á að fyrirtækið hefur enn sérleyfissamninga við leikmenn og deildir í evrópskum og amerískum fótbolta, Premier League, LaLiga, Bundesliga, Serie A og MLS.

FIFA ætlar að finna nýjan þróunaraðila fyrir FIFA leikjaseríuna og lofa m.a. útkomu leikja sem verða ólíkir FIFA að því leiti að ekki verður um að ræða herma (simulation). Fyrsti leikurinn sem kemur út án aðkomu EA verður “FIFA World Cup Qatar 2022” og er ætlað að verði markaðssettur seint á þessu ári.

Nánar:

Fréttatilkynning FIFA: https://www.fifa.com/tournaments/mens/bluestarsfifayouthcup/2022/media-releases/fifa-diversifies-its-gaming-rights-and-launches-new-non-sim-football-games

Fréttatilkynning EA: https://www.ea.com/news/ea-sports-fc

Tags: 2022 íþróttahermir íþróttir ea electronic arts Fédération Internationale de Football Association fótbolti fifa fifa 2023 football knattspyrna playstation 4 playstation 5 simulator soccer

Continue Reading

Previous: The Legend of Heroes: Trails from Zero – útgáfudagur og ný stikla
Next: Útgáfudagur Stray staðfestur, verður hluti af Extra og Premium áskriftarleiðum

Svipað efni

Tiger Blade kynntur fyrir PSVR2
  • PS5
  • PSVR

Tiger Blade kynntur fyrir PSVR2

01/07/2023
Open world ævintýrið Resistor væntanlegt fyrir PS5
  • PS5

Open world ævintýrið Resistor væntanlegt fyrir PS5

28/06/2023
Mikil eftirvænting fyrir útkomu Final Fantasy XVI
  • PS5

Mikil eftirvænting fyrir útkomu Final Fantasy XVI

26/04/2023

Flokkar

  • PS4 (265)
  • PS5 (142)
  • PSVR (19)

Leita að efni

PS Fréttir í áskrift

Skráðu netfang til að fá nýjustu PlayStation Fréttir beint í innhólfið þitt.

Fylgdu okkur á Twitter

My Tweets

Lestu einnig

Ofurninjan snýr aftur í Ghostrunner 2
  • PS5

Ofurninjan snýr aftur í Ghostrunner 2

04/09/2023
JRPG ævintýrið CRYMACHINA væntanlegt í haust
  • PS4
  • PS5

JRPG ævintýrið CRYMACHINA væntanlegt í haust

01/09/2023
Bjargaðu fjölskyldunni frá grimmum örlögum í Somerville
  • PS4
  • PS5

Bjargaðu fjölskyldunni frá grimmum örlögum í Somerville

31/08/2023
Shadow Gambit er síðasti leikur Mimimi Games
  • PS5

Shadow Gambit er síðasti leikur Mimimi Games

31/08/2023
Höfundarréttur © 2020-2023 PSFréttir Ísland DarkNews by AF themes.
 

Loading Comments...