

Suður Kóreska leikjafyrirtækið Nexon vinnur að útgáfu free-to-play kart kappakstursleiks sem ber heitið KartRider: Drift. Leikurinn er í beta prófunum á PlayStation um þessar mundir.

Nexon hefur til þessa einkum einbeitt sér að gerð PC og farsímaleikja. Forveri þessa leiks, sem heitir einfaldlega KartRider, hefur verið ákaflega vinsæll meðal spilara í Asíu og er m.a. lífleg rafíþróttasena í kringum hann í Kóreu.


Leikurinn verður cross-play á milli PlayStation, XBox og PC tölva og það sem meira er: hann verður ókeypis að sækja og spila (free-to-play) þegar hann kemur út. Flest bendir til að það verði á fyrri hluta árs 2022.

Nánar:
Vefsíða: https://kartrider.nexon.net/en
Twitter: https://twitter.com/kartriderdrift
Stikla: