Ávaxtapöddu safnleikurinn Bugsnax sem kom út seint á síðasta ári er að fá fría uppfærslu á næstunni, sem höfundarnir kalla BIGsnax. Uppfærslan mun innihalda nýtt svæði með ofvöxnum ávaxtapöddum og þú þarft að nota nýja eiginleika til að ráða við risana.

Í Snaxburg eignastu þitt eigið heimili sem þú getur skreytt með aukahlutum og verðlaunum fyrir að leysa verkefni. Einnig muntu geta skreytt söguhetjurnar í leiknum með höttum.

BIGsnax uppfærslan verður fáanleg ókeypis fyrir þá sem spila leikinn, einhvern tíma á næsta ári, 2022.

Nánar:

Umfjöllun PS Blog: https://blog.playstation.com/2021/10/27/visit-the-isle-of-bigsnax-in-a-free-bugsnax-update-coming-next-year

Stikla: