


Við höfðum heyrt af væntanlegri útgáfu ævintýrsins Balan Wonderworld fyrr á árinu en vissum lítið annað um leikinn en að þar væri á ferð samstarf höfunda Sonic the Hedgehog, Yuji Naka og Naoto Ohshima.
Útlit þessa platform ævintýraleiks var vissulega ákaflega sjónrænt við fyrstu sýn. Mun þetta vera í fyrsta sinn í 20 ár sem Sonic höfundarnir starfa saman.


Nýverið birti útgefandi leiksins, Square Enix, nokkuð ítarlega umfjöllun um leikinn og hvað þarna er á ferðinni. Sjá https://square-enix-games.com/en_GB/news/balan-wonderworld-close-up
Smá úrdráttur úr greininni:
“BALAN WONDERWORLD is a new action platformer based around the wondrous Balan Theatre.
You’ll help two young heroes adventure in the bizarre and imaginary land of Wonderworld – a weird place where memories and vistas from the real world mix with the things that people hold dear.


You’ll explore 12 different stages, and explore labyrinthine stages filled with tricks, traps and enemies. As you explore, you’ll find more than 80 special costumes, which imbue your character with special abilities – everything from freezing time to walking on air.”


Balan Wonderworld er væntanlegur á báðar kynslóðir PlayStation þann 26. mars 2021. Leikurinn verður einnig gefinn út á XB1, XBX, Nintendo Switch og Steam.
Nánar:
Balan WonderWorld @ Twitter: https://twitter.com/balanwworld
Grein á vef Square Enix: https://square-enix-games.com/en_GB/news/balan-wonderworld-close-up
Stikla: