

Ubisoft héldu kynningu á nýjustu afurðum sínum á dögunum hvar kom fram að Far Cry 6 sé væntanlegur í byrjun næsta árs.

Í þetta sinn gerist leikurinn á skálduðu eyjunni Yara sem er byggð á Kúbu, með borgum, gömlum bílum og einræðisherranum Anton Castillo. Það verður í þínum höndum að leiða byltingu gegn harðstjóranum og illmennum hans.

Far Cry 6 kemur út fyrir PS4 og PS5 á næsta ári. Leikurinn verður einnig gefinn út fyrir XB1, XBX, Stadia og PC tölvur.


[UPPFÆRT 19.10.2020]
Í kynningu á árshlutauppgjöri Ubisoft nýverið kom fram að fyrirtækið hefði ákveðið að seinka útgáfudegi tveggja væntanlegra leikja: Far Cry 6 og Rainbow Six Quarantine. Nýjar dagsetningar komu ekki fram í kynningunni en sagt að báðir leikirnir kæmu út “eftir apríl 2021”.
Skömmu síðar birti fyrirtækið færslu á Twitter reikningi Far Cry 6:
Nánar:
Far Cry 6 @ Ubisoft: https://www.ubisoft.com/en-us/game/far-cry/far-cry-6
Stikla: