

Planet Coaster er væntanlegur fyrir PlayStation vélar í haust. Í leiknum, sem kom fyrst út á PC árið 2016, getur þú sett upp þinn eigin skemmtigarð með rússíbönum, klessubílum, spilakössum, veitingasölu og öðru sem tæmir vasa gestanna.

Fyrirtækið á bakvið leikinn, Frontier, hefur áralanga reynslu af slíkri starfsemi og lofa að console útgáfan gefi hinni upprunalegu ekkert eftir.

Frontier hefur m.a. á samviskunni leiki eins og Elite Dangerous, Jurassic World: Evolution og Rollercoaster Tycoon 3.


Planet Coaster kemur út fyrir PS4 í haust. PlayStation 5 útgáfa er væntanleg í kjölfarið.
[UPPFÆRT 14.10.2020]
Útgáfudagur Planet Coaster fyrir PlayStation 4 er 10. nóvember. Leikurinn kemur svo út fyrir PS5 samhliða útgáfu nýju vélarinnar, eða 19. nóvember. Auk þess kynnti útgefandinn að þeir sem kaupa PS4 útgáfuna fái PS5 uppfærslu frítt.
Nánar:
Planet Coaster: http://www.planetcoaster.com
Frontier: https://www.frontier.co.uk
Stikla: