Bugsnax – átvöglin koma á PlayStation í haust [UPPFÆRT]

Bæjarstjórinn.

Það verður undir þér komið að uppgötva leyndardóma Snaktooth Island – eyjunnar sem er full af hálf-skordýrum-snakki og nammmmm þau eru svoooo góð! En hver er Lizbert? Og hvaða pöddu-ávaxta Bugsnax plága er þetta annars?

Íþróttakeppnir á Snaktooth Island eru háskalega spennandi.

Bugsnax er einn af mörgum áhugaverðum sem Sony kynnti fyrir PlayStation 5 á leikjakynningu fyrirtækisins á dögunum. Young Horses heitir stúdíóið á bakvið leikinn og er ekki margt annað um það að segja, nema að það er með höfuðstöðvar í Windy City (Chicago), USA.

Bjarma á kinnar slær.

Nokkrir punktar frá Young Horses, höfundum leiksins:

  • Discover, hunt, and capture all 100 different species of Bugsnax using a variety of contraptions and bait!
  • Explore the diverse biomes of Snaktooth Island to track down and reunite the inhabitants of Snaxburg.
  • Follow every lead to learn more about Lizbert’s band of misfits and the mysteries of Snaktooth Island.
  • Stuff your new friends with Bugsnax to customize them with countless new looks.

Hljómar gómsætt. Bugsnax kemur út fyrir PS4, PS5 og PC tölvur á aðventunni 2020.

Blessuð kvikindin.

[UPPFÆRT 10.10.2020]

Bugsnax kemur út fyrir PS4 og PS5 þann 12. nóvember í USA og 19. nóvember í Evrópu, eða á sama degi og PS5 leikjavélin sjálf. Samtímis kemur leikurinn út fyrir PC vélar.

Nánar:

Twitter: https://twitter.com/YoungHorses

Vefsíða: https://www.bugsnax.com/

Stikla:

Kero Kero Bonito: It’s Bugsnax

One thought on “Bugsnax – átvöglin koma á PlayStation í haust [UPPFÆRT]”

Leave a Reply