



Nýjasta afurð Giant Squid er The Pathless, töfrandi ævintýri um skyttuna Hunter og örn vin hans sem reyna að aflétta bölvun sem hvílir á jörðinni. Stúdíóið var áður búið að geta sér gott orð fyrir könnunarleikinn ABZÛ hvar þú varst kafari sem uppgötvaðir undirdjúpin. Listrænn stjórnandi fyrirtækisins, Matt Nava, vann áður fyrir thatgamecompany sem skóp meistarastykkin Flower og Journey.


The Pathless heldur í hefðina hvað varðar könnunarþrána er meira open-world en leikirnir sem við nefndum. Þú þarft að styrkja samband Hunter og arnar meðan þið veiðið saman spillta anda í risaskógi sem er fullur af leyndarmálum, þrautum að leysa og bardögum að sigra. Eining ykkar vinanna og framtíð jarðar er í húfi.

The Pathless kemur út fyrir PS5 samhliða útgáfu nýju vélarinnar, eða 12. nóvember í Norður-Ameríku og 19. nóvember í Evrópu.
Nánar:
Vefsíða: http://thepathless.com
Giant Squid: https://giantsquidstudios.com
Twitter: https://twitter.com/GiantSquidology
Útgefandinn Annapurna Interactive: https://annapurnainteractive.com
Stikla: