Mannætuhákarlinn heldur áfram að næra sig á PS5

Barist upp á líf og dauða.

Tripwire Interactive, sem sköpuðu drápsorgíuna Maneater fyrr á árinu, tilkynntu á dögunum að morðóða skepnan verði einnig með PlayStation fórnarlömbum á næstu kynslóð, PS5, sem væntanleg er í nóvember. Þeir stefna á að geta sleppt kvikindinu lausu á saklausa menn og málleysingja um leið og nýja vélin kemur út, þ.e. 12. nóvember í Norður-Ameríku og viku síðar í Evrópu. Spurning um að nýta tímann þangað til og flytjast búferlum, hátt til fjalla þar sem fátt er um höf og fiska.

Endurkoma Jaws, náfrænda.

En þetta er ekki búið. Þeir sem eiga leikinn á PS4 fá fría uppfærslu í PS5 útgáfuna þegar þeir fá sér PlayStation 5. Jibbíí, Tripwire Interactive, þið hafið tryggt útrýmingu strandbyggða vítt og breitt um landið. Vel gert.

Stærsti flugfiskur sem ég hef séð á 45 ára ferli í þessum bransa.
Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera til sjós.

Maneater kom fyrst út fyrir PlayStation 4 í maí á þessu ári. Síðan þá hafa margir endað í maga skepnunnar.

Hættið að skjóta drengir, það gerir hann bara enn reiðari.
Under the sea, under the sea…

Skjáskot og myndbönd á þessari síðu eru úr PS4 útgáfu leiksins.

Nánar:

Manndráparinn á Twitter: https://twitter.com/maneatergame

Tripwire Interactive: https://tripwireinteractive.com

Stikla frá útgáfu leiksins á PS4:

Leave a Reply