

Mad Rat var tilraunadýr og eftir andlátið fær hann tækifæri til að hefna sín á kvölurum sínum. Rottuguðinn birtist honum á dauðastundinni og gefur honum séns á að endurlifa síðasta daginn. Draumur Mad Rat er að ná sér niðri á miskunnarlausa mannkvikindinu sem píndi hann allt hans líf.

Nokkurn veginn svona er söguþráðurinn í nýjum PS4 leik sem væntanlegur er í boði NIS America. Þarna er á ferðinni 2D side-scrolling rhythm ævintýri hvar þú stjórnar Mad Rat sáluga í takt við tónlistina í leiknum. Haltu taktinum og þá muntu valta yfir andstæðingana og ná fram hefndum.

Frá útgefanda leiksins, NIS America:
“A rat’s dream has been left unfulfilled before his death…that is, until he gets a second chance at life! Granted the opportunity to redo his last day on Earth, the player must utilize the Rat’s newfound power to pump his heart in time with the music, lest his own time runs out. Mad Rat Dead combines platformer action and rhythm mechanics to have players keep their eyes and ears peeled at all times!
Funky Tunes: Advance by matching your inputs to the rhythm of addictive music tracks. Or practice your inputs as you get acquainted to stages in the Sound Test!
Mastering the Music: Unlock music to mix and match with replayable stages for different difficulties. Hit the Rewind button for infinite attempts and jump, dash, and smash your way to a full 5-star completion!
Audiovisual Art: Cartoon visuals mix with a punk aesthetic for a unique art style that changes depending on the number of combos performed.”


Mad Rat Dead kemur út fyrir PlayStation 4 þann 30. október.
[UPPFÆRT 02.10.2020]
Hægt er að sækja prufuútgáfu (demo) af leiknum í gegnum PlayStation Store á þessari slóð: https://store.playstation.com/en-us/product/UP1063-CUSA20471_00-MADRATDEADDEMO00
Nánar:
Nippon Ichi Software: https://nisamerica.com/mad-rat-dead
Stikla: