

Co-op fjölspilunarleikurinn Cake Bash er væntanlegur fyrir PlayStation 4 í október. Í leiknum ert þú bakkelsi sem þarf að keppa á móti 1 – 3 andstæðingum í því hver endar sem ljúffengasta gúmmelaðið. Verkefni sem þú þarft að leysa innihalda m.a. tertuskreytingar, að hjúpa sig með sem mestu sælgæti eða að henda ávöxtum í bökuuppskrift á meðan gráðug dúfa eltist við þig. Við getum varla beðið eftir að bragða á þessum leik.


Óháða leikjastúdíóið High Tea Frog hefur verið með leikinn í ofninum undanfarin misseri, en nú sér loks fyrir endann á bakstrinum og er áætlað að leikurinn komi út þann 15. október. Samhliða PS4 útgáfunni mun afurðin einnig koma út á XB1 og Steam.



Nánar:
Umsögn PS Frétta um leikinn (16.10.2020)
Vefsíða: https://playcakebash.com
Útgefandinn Coatsink: https://coatsink.com
Stikla: