Microsoft kaupir Bethesda Softworks

Þær stórfréttir voru að berast úr tölvuleikjaiðnaðinum að Microsoft hafi keypt allt hlutafé í ZeniMax Media, móðurfélagi Bethesda Softworks. Undir Bethesda heyrir svo fjöldi minni stúdíóa eins og id Software, Arkane, Tango Gameworks og fleiri.

Bethesda og dótturfélög þess eru þekkt fyrir leiki eins og Fallout, The Elder Scrolls, Doom, Prey, Dishonored og The Evil Within. Kaupverðið var $7.5 milljarðar bandaríkjadala og var greitt með reiðufé. Hjá fyrirtækjunum starfa 2300 manns um allan heim.

Leikjadótturfélög Microsoft eru þar með orðin 23. Ekki er vitað á þessari stundu hvaða áhrif þessi kaup munu hafa á PlayStation útgáfur, en ekki er ólíklegt að Microsoft noti þau til að styrkja Xbox og þeirra kerfi.

Nánar:

Bethesda: https://bethesda.net/

Leave a Reply