Hotshot Racing, retró kappakstur á PlayStation 4

Hörð barátta.

Ef þú fílar gamaldags bíla- og kappakstursleiki er hér einn sem vert er að prófa, Hotshot Racing frá Sumo Digital og Lucky Mountain Games.

Leikurinn kom út á PS4 á dögunum á vegum Curve Digital og þykir frábært endurhvarf til kappakstursleikja fyrri tíma hvar áherslan er lögð á hraða spilun og arcade fíling. Grafíkin er skemmtilega polygonal og leikurinn býður upp á ýmsa ein- og fjölspilunarmöguleika.

Bensínið í botn.
Karakterarnir í leiknum eru litríkir.
Leiðin er greið.
Löggur og bófar.
Slædað til sigurs.

Sumo Digital er þekkt fyrir gæðaafurðir á borð við Team Sonic Racing, LittleBigPlanet 3 og Hitman 2.

Hotshot Racing kom út fyrir PlayStation 4 þann 10. september.

Nánar:

Sumo Digital: https://www.sumo-digital.com

Lucky Mountain Games á Twitter: https://twitter.com/luckymountainUK

Stikla:

One thought on “Hotshot Racing, retró kappakstur á PlayStation 4”

Leave a Reply