

Sá orðrómur hefur verið á kreiki í nokkurn tíma að unnið sé að endurgerð Prince of Persia seríunnar. Ubisoft héldu kynningu á dögunum hvar kom fram að Prince of Persia: The Sands of Time Remake komi út í janúar á næsta ári.

Leikurinn kom fyrst út á PlayStation 2 árið 2003 og þótti mikið meistaraverk. Fylgdu nokkrir framhaldsleikir í kjölfarið og var hann Ubisoft innblástur að Assassin’s Creed seríunni sem notið hefur fádæma vinsælda.

Prince of Persia: The Sands of Time Remake kemur út á PlayStation 4 þann 21. janúar 2021. Samtímis verður leikurinn gefinn út fyrir XB1 og PC tölvur.
Stikla: