

Höfundar Minecraft, Mojang Studios, tilkynntu í dag að von væri á PSVR uppfærslu fyrir leikinn síðar í þessum mánuði. Uppfærslan verður ókeypis fyrir þá sem eiga leikinn á PlayStation 4.

PSVR útgáfan er unnin í samstarfi við fyrirtæki sem heitir SkyBox Labs. Minecraft kom upphaflega út fyrir PlayStation á PS3 árið 2013 og hefur notið fádæma vinsælda.

Nánar:
Frétt PS Blog: https://blog.playstation.com/2020/09/07/minecraft-adds-ps-vr-support-this-month/
Minecraft á Twitter: https://twitter.com/Minecraft