Superhot: Mind Control Delete á leiðinni á PS4, verður frí uppfærsla

Í næstu viku er væntanleg DLC viðbót fyrir PlayStation 4 leikinn Superhot. Uppfærslan heitir Mind Control Delete og verður amk. fyrst um sinn boðin sem frí uppfærsla fyrir eigendur upprunalega leiksins. Um er að ræða ný vopn og eiginleika til að nota gegn ferskum óvinum á nýjum borðum.

Leikurinn sem kom út á PS4 árið 2017 er bæði spilanlegur í hefðbundinni og PSVR útgáfu.

Nánar um aðgang að nýju viðbótinni:

„Mind Control Delete will be free for everyone who has purchased the original, non-VR Superhot prior to the release of MCD! Yes, it means we’re giving away over two million copies of the game on (almost) every imaginable platform. For those eligible, your free copy of Mind Control Delete will be added automatically to your PS4 games library after the release“.

Superhot: Mind Control Delete kemur út fyrir PS4 þann 16. júlí.

Nánar:

Stikla: https://youtu.be/oX09m7EQQVU

Grein PS Blog: https://blog.playstation.com/2020/07/09/superhot-mind-control-delete-launches-july-16-on-ps4

Leave a Reply