

Psyonix héldu upp á fimm ára afmæli Rocket League með útgáfu ansi hressilegrar tölfræði. Þar kom m.a. fram að 75 milljónir hafi spilað leikinn á fjórum tegundum leikjatölva, það eru “ekki nema” 5 milljarðar leikja.

RL kom fyrst á PC og PS4 vélar í júlí 2015. Ári síðar fylgdi XB1 útgáfa og síðast kom leikurinn út fyrir Nintendo Switch síðla árs 2017. Þessi blanda af fótbolta og bílaleik virðist ekki ætla að tapa vinsældum sínum og er m.a. vinsæll í eSports deildum. Psyonix hafa einnig verið duglegir að kynna nýjungar og uppfæra leikinn og hefur til dæmis bílafjöldinn aukist úr 10 í 70 á tímabilinu. Leikurinn hefur boðið upp á cross-play síðan í fyrra.

Nánar:
https://www.rocketleague.com/news/rocket-league-s-2020-infographic–five-years-and-counting