

Á dögunum kynntu EA þá leiki sem væntanlegir eru frá fyrirtækinu á næstunni. Kynningin þótti heldur rýr hvað varðar innihald en í lokin kom rúsínan í pylsuendanum: nýr Skate leikur er í bígerð.
Upprunalegi Skate leikurinn kom út fyrir PlayStation 3 árið 2007. Þótti leikurinn það vel heppnaður að tveir framhaldsleikir voru gerðir. Skate 3 kom út árið 2010 og hafa aðdáendur seríunnar því þurft að bíða ansi lengi eftir framhaldinu.

Næsti Skate leikur er ekki væntanlegur alveg í bráð því þróun hans er skammt á veg komin. Lofa höfundarnir að þeir muni halda sig að mestu leiti við formúluna, þ.e. það sem virkaði vel í fyrri leikjum.
Nánar:
Skate á Twitter: https://twitter.com/SkateEA