

Vefsíðan Gematsu gróf upp athyglisverðar upplýsingar um nýjan Crash Bandicoot leik á netinu. Svo virðist sem Activision séu að senda frá sér leik í seríunni fljótlega og er kvikindið væntanlegt fyrir PS4 í haust. Sá heitir Crash Bandicoot 4: It’s About Time.
Leikjastúdíóið Toys for Bob sem hannar leikinn er m.a. þekkt fyrir endurgerð Spyro Reignited Trilogy.

Um söguþráðinn:
“Crash is relaxing and exploring his island in his time, 1998, when he finds a mysterious mask hidden away in a cave, Lani-Loli. The mask is one of the Quantum Masks and apparently knows Aku-Aku, Crash’s mask friend! With the Quantum Masks returning and a Quantum Rift appearing near our heroes, they decide to bravely head through to different times and dimensions to stop whoever is responsible.”

[UPPFÆRT 22.06.2020]
Í dag var tilvist leiksins staðfest af Sony og útgáfudagur kynntur, 2. október. Um leið birti fyrirtækið skjáskot úr nýja leiknum og stiklu, sjá hér: https://blog.playstation.com/2020/06/22/crash-bandicoot-4-its-about-time-launches-on-ps4-october-2


Crash Bandicoot 4: It’s About Time kemur út á PlayStation 4 þann 2. október. XB1 útgáfa kemur sama dag.
Nánar:
Grein Gematsu: https://www.gematsu.com/2020/06/crash-bandicoot-4-its-about-time-rated-for-ps4-xbox-one-in-taiwan
Umfjöllun PS Blog: https://blog.playstation.com/2020/06/22/crash-bandicoot-4-its-about-time-launches-on-ps4-october-2
Stikla: