

Tactical stealth leikurinn Desperados III kemur út fyrir PS4 í vikunni, nánar tiltekið þann 16. júní. Þarna er á ferðinni leikur sem gerist í villta vestrinu og er undanfari sögunnar Desperados: Wanted Dead or Alive sem var leikur sem kom út fyrir PC vélar fyrir löngu (2001). Annar leikur í seríunni, Desperados 2: Cooper’s Revenge, var gefinn út árið 2006 svo aðdáendur seríunnar (ef einhverjir eru ennþá á lífi) hafa þurft að bíða lengi eftir þessum.

Af heimasíðu framleiðandans:
“Desperados III is a story-driven, hardcore tactical stealth game, set in a ruthless Wild West scenario.
In this long-awaited prequel to the beloved classic Desperados: Wanted Dead or Alive, John Cooper will join forces with the runaway bride Kate, the shady hitman Doc McCoy, the giant trapper Hector, and Isabelle, a mysterious lady from New Orleans. On Cooper’s quest for redemption, his adventures lead him and his gang from rural towns, over swamps and riverbanks, and finally to a dramatic showdown worthy of Wild West legends.
Play smart if you want to succeed. A good plan can make the difference between survival and finding yourself at the business end of a pistol.”

Svo skelltu á þig sporunum, söðlaðu fákinn og ríddu út í sólsetrið… eða. Leikurinn kemur út fyrir PS4, XB1 og PC tölvur þann 16. júní nk. Hannaður af Mimimi Games og gefinn út af THQ Nordic.

Nánar:
Vefsíða: https://desperadosgame.com/
Mimimi Games: https://www.mimimi.games/
1 thought on “Desperados III brokkar á PlayStation 4 í vikunni”