

Ökuhermirinn Assetto Corsa Competizione kemur út á PS4 þann 23. júní nk. Þetta er opinber leikur Blancpain GT seríunnar, en þar er um að ræða GT3 ökutæki, þeirra á meðal Ferrari, McLaren og Lamborghini. Hvað brautir varðar má nefna Brands Hatch, Barcelona og Spa. Hægt verður að taka þátt í 24 klst. úthaldsakstri á þeirri síðast nefndu.

Það eru KUNOS Simulazioni sem hanna leikinn en 505 Games gefa út. Leikurinn kom upphaflega út fyrir PC tölvur í september árið 2018. Asetto Corsa er ákaflega hátt skrifaður hjá Steam notendum með 88% skor.

Höfundar leiksins lofa hágæða raunupplifun í þessari console útgáfu og var m.a. notast við laser tækni til að skanna brautir, motion capture fyrir bíla og fleira í þeim dúr, en Unreal Engine 4 var notuð við smíði hans. Leikurinn er bæði fyrir einn spilara (campaign) og eins er boðið upp á online fjölspilun hvar fókusinn er allur á rafíþróttamenningu vorra tíma.

Kemur út á PS4 23. júní 2020 – XB1 útgáfa sama dag.
Nánar: