

Maximum Games og Steel Wool Studios eru að gefa út endurgerð Five Nights at Freddy’s: Help Wanted í desember. Fyrirtækin hafa einnig safnað saman fyrstu fimm leikjunum um Fredda og ætla að gefa út fyrir PlayStation 4 í janúar. FNAF: Core Collection mun innihalda leikina Five Nights at Freddy’s 1-4 og FNAF: Sister Location.
Samkvæmt frétt á Twitter síðu útgefandans mun Help Wanted endurgerðin bjóða upp á uppfærða grafík.

FNaF fyrirbærið hefur skelft krakka og fjölskyldur þeirra allt frá árinu 2014. Átta leikir hafa komið út í seríunni, sem Scott Cawthon skapaði.

Five Nights at Freddy’s: Help Wanted kemur fyrir PS4 og PSVR þann 15. desember. Five Nights at Freddy’s: Core Collection kemur út fyrir PlayStation 4 þann 12. janúar 2021.
Nánar:
Umfjöllun PS Frétta um Five Nights at Freddy’s: Security Breach: https://psfrettir.com/2020/09/17/fnaf-playstation-5
Maximum Games @ Twitter: https://twitter.com/maximumgames