

Frábærar fréttir fyrir Destiny 2 aðdáendur, Bungie tilkynnti að þeir sem eiga leikinn á PS4 fái fría uppfærslu þegar PlayStation 5 útgáfan kemur út. Ekki nóg með það, því leikurinn verður cross-play milli PS4 og PS5.

Fyrirtækið kynnti framtíðaráætlanir sínar varðandi leikinn, en svo virðist sem Destiny 3 sé ekki í pípunum. Hins vegar ætlar Bungie að halda áfram stuðningi við Destiny 2 með reglulegum útgáfum aukapakka (DLC) og eru a.m.k. þrír slíkir pakkar á útgáfuplaninu fyrir þetta ár, það næsta og þarnæsta (2022). DLC viðbæturnar sem voru kynntar í dag heita “Beyond Light” (sept. 2020), “The Witch Queen” og “Lightfall”.

[UPPFÆRT 16.10.2020]
Höfundar leiksins, Bungie, hafa staðfest að PlayStation 5 útgáfa Destiny 2 komi út þann 8. desember. Þetta verður í boði í PS5 útgáfunni:
- 4K resolution
- 60 frames-per-second
- Field of view slider
- Faster load times
- Cross-generation play with PS4 players
Bungie höfðu þetta að segja um FOV slider:
“We are offering Field of View customization on consoles for the first time. Our goal is to enable a FOV range similar to that on PC. We’re currently testing these settings to ensure smooth performance across each platform and will have additional details closer to launch.”
Destiny 2 kemur út fyrir PS5 þann 8. desember.
Nánar:
Frétt PlayStation Universe: https://www.psu.com/news/destiny-2-confirmed-for-ps5-will-run-at-4k-60fps-feature-crossplay
Bungie: https://www.bungie.net