Endurgerð Demon’s Souls á leiðinni fyrir PS5 [UPPFÆRT]

Best að láta þennan í friði, hann virðist reiður.

Einn af þeim leikjum sem voru kynntir fyrir PlayStation 5 var endurgerð Demon’s Souls frá FromSoftware.

Leikurinn, sem kom upprunalega út fyrir PS3 árið 2009 þótti ákaflega vel heppnaður (og erfiður!) og nokkrir leikir í svipuðum stíl fylgdu frá fyrirtækinu í kjölfarið: Dark Souls, Bloodborne og Sekiro: Shadows Die Twice.

Það ku vera heitt í helvíti.

Það er leikjastúdíóið Bluepoint Games sem vinnur þessa endurgerð í samstarfi við Japan Studio deild Sony. Bluepoint vann m.a. að endurgerð Shadow of the Colossus fyrir PlayStation 4.

Þeir bera vopnin vel.
Ofurefli hvað?

Demon’s Souls kemur út fyrir PlayStation 5 þann 19. nóvember.

[UPPFÆRT 30.09.2020]

Útgáfudagur Demon’s Souls hefur verið staðfestur, en leikurinn kemur út á sama tíma og PS5 vélin, það er 19. nóvember í Evrópu. Einnig hefur verið birt ný stikla sem fylgir hér á eftir.

Nánar:

Frétt af PS Blog: https://blog.playstation.com/2020/09/16/demons-souls-ps5-gameplay-first-look

Stikla:

One thought on “Endurgerð Demon’s Souls á leiðinni fyrir PS5 [UPPFÆRT]”

Leave a Reply