

Einn af þeim leikjum sem beðið er eftir með nokkuri eftirvæntingu fyrir PlayStation 4 er Ghostrunner frá One More Level. Leikurinn var sýndur á PAX East leikjaráðstefnunni fyrr á árinu og fékk Matthew Adler, fréttaritari IGN, að fræðast um leikinn. Sjá grein IGN.

Þarna er á ferðinni hasarleikur innblásinn af leikjum eins og Doom, Mirror’s Edge og Titanfall. Eða “hardcore cyberpunk action game” eins og höfundarnir lýsa honum. IGN hefur fengið að skoða nýtt demo af leiknum og birtir stiklur og skjáskot á vefnum.

Nánar um söguþráðinn:
“After a cataclysmic event, the remnants of humanity dwell within Dharma Tower, a megastructure constructed as a temporary shelter. A century of conflict led to a brutal division of Dharma–the lower the floor, the lower the resident’s status. The enigmatic Keymaster maintains this imposed caste system, but the people have had enough. Ascend the tower as a Ghostrunner capable of blistering speed and deadly precision, and learn the truth behind the Keymaster’s reign.
Join the resistance known as the Climbers on their mission to cut through the Keymaster’s regime. Death awaits on each level of the tower, from the derelict industrial machinery of the Base to the sickening sheen of the Summit. Dodge oncoming bullets by dashing and wall-running, then slice through enemies with a single cut. Cybernetic implants push the limit even further with bullet-timelike mechanics to keep the cyber-warrior out of harm’s way.”

Við bíðum spennt eftir framhaldinu og flytjum ykkur fréttir um leið og þær berast. Ghostrunner er væntanlegur fyrir PlayStation 4, XB1 og PC síðar á þessu ári.

[UPPFÆRT 15.09.2020]
Útgáfudagur Ghostrunner hefur verið kynntur, en leikurinn kemur út á PlayStation 4 27. október. Á sama degi koma einnig XB1 og PC útgáfur.
Nánar:
Stikla: https://youtu.be/U6Crs2x6Dx0
One More Level: http://www.omlgames.com/
Útgefandinn All in! Games: https://www.allingames.com/game/ghostrunner/