PSVR stuðningur á leiðinni fyrir Dreams

Dótturfyrirtæki Sony, Media Molecule, er að senda frá sér uppfærslu á Dreams, leikjahönnunar apparatinu fyrir PlayStation 4.

Dreams, sem kom út á PS4 í vor, er vettvangur til að búa til þína eigin leiki. Media Molecule er þekkt fyrir LittleBigPlanet, hvar þú gast búið til þín eigin borð, fyrirtækið tók hugmyndina lengra og framleiddi Dreams sem gerir þér kleift að hanna leiki sem virka í forritinu. Nú hefur MM kynnt að VR stuðningur fyrir Dreams komi þann 22. júlí og er frí uppfærsla fyrir þá sem eiga „leikinn“.

Notendur Dreams geta deilt sínum hugmyndum með öðrum og þannig búið til spilanlega leiki í Dreams umhverfinu. Media Molecule hélt nýlega „DreamsCon“ hvar þeir sýndu það flottasta sem spilarar hafa gert.

PSVR uppfærslan fyrir Dreams kemur þann 22. júlí.

Nánar:

Media Molecule: https://www.mediamolecule.com/

Twitter: https://twitter.com/mediamolecule

Leave a Reply