

Einn af þeim leikjum sem beðið hefur verið eftir með nokkurri eftirvæntingu er Iron Man VR fyrir PlayStation 4. PS Blog var með nokkuð ítarlega umfjöllun um leikinn á dögunum sem sýnir hvað aðdáendur mega eiga von á þegar leikurinn kemur út.
Camouflaj, stúdíóið á bakvið leikinn, er helst þekkt fyrir að hafa gert République sem kom út árið 2016. VR útgáfur leiksins komu út í kjölfarið fyrir Oculus og PC vélar.

Í Iron Man VR getur þú fetað í fótspor Tony Stark hvar hann uppfærir vopn, búning og tækjabúnað og berst við óvini sem ógna tilveru jarðarinnar.

Nánar um leikinn:
“In Marvel’s Iron Man VR the player, who suits up as the genius inventor Tony Stark, aka Iron Man, confronts ghosts from his past—powerful forces who seek to ruin him and everything he stands for. By fully embracing the magic of PlayStation VR, players will come face-to-face with iconic allies and Super Villains as they jet around the globe on a heroic mission to save not only Stark Industries, but the world itself.”
Iron Man VR kemur út á PS4 þann 3. júlí.
Nánar:
Umfjöllun PS Blog: https://blog.playstation.com/2020/06/26/a-closer-look-at-the-deep-combat-huge-world-and-all-star-cast-of-marvels-iron-man-vr/
Leikjastúdíóið Camouflaj: https://camouflaj.com/