Hotshot Racing

Hotshot Racing, gamaldags kappakstur í hæsta gæðaflokki

Framleiðendur: Lucky Mountain Games / Sumo Nottingham
Útgefandi: Curve Digital
Útgáfudagur: 10.09.2020

Úr nýlegri uppfærslu fyrir leikinn. Hér er verið að reyna að sprengja þig í loft upp.

Ef þú fílar gamaldags bíla- og kappakstursleiki er hér einn sem vert er að prófa, Hotshot Racing frá Sumo Digital og Lucky Mountain Games.

Leikurinn er endurhvarf til kappakstursleikja fyrri tíma hvar áherslan var lögð á hraða spilun og arcade fíling í anda tíunda áratugar síðustu aldar. Grafíkin er skemmtilega polygonal og leikurinn býður upp á ýmsa ein- og fjölspilunarmöguleika.

Driftaðu beibí driftaðu.

Leikurinn kom út í september á vegum Curve Digital, en Hotshot Racing mun vera fyrsta afurð breska leikjastúdíósins Lucky Mountain Games. Leikurinn er þróaður í samstarfi við Sumo Digital, sem eru þekktir fyrir afurðir á borð við Sackboy: A Big Adventure.

Í nóvember gáfu fyrirtækin svo út ókeypis DLC uppfærslu fyrir leikinn sem þeir kölluðu Big Boss Bundle. Henni fylgdu fjórar nýjar brautir, nýtt game mode og fleira gott.

Hart barist á brautinni.

Spilun leiksins skiptist í tvennt, Grand Prix keppnir og stök race. Hvert Grand Prix samanstendur af fjórum keppnum sem hver er ekin á mismunandi braut. Þegar þetta er ritað (27.11.2020) eru Grand Prix keppnirnar í leiknum 5, svo 5 keppnir sinnum fjórar brautir, það eru alls tuttugu brautir. Fylgist þú með?

Í stökum keppnum er svo hægt að velja um nokkur skemmtileg game modes auk Time Trial. Drive or Explode, Cops & Robbers og það nýjasta, Barrel Barrage.

Flest í leiknum er hægt að spila allt að 4 spilarar í split-screen á einni vél. Leiknum fylgir einnig On-Line spilun sem ég prófaði lítið. Ég sökka í PvP OK?

Karakterarnir eru algjört æði.

Karakterarnir í leiknum eru skrautlegir. Ökufantarnir Keiko, Xing, Mike, Alexa, Aston, Toshiro, Marcus og Viktor hafa hvert sína rödd í leiknum og karakter sem skín í gegn. Innslögin eru flest bráðskemmtileg og raddleikararnir spot-on.

Hver persóna hefur svo úr fjórum bílum að velja og hafa þeir mismunandi eiginleika hver. Fyrir peninga sem maður safnar í leiknum getur maður keypt útlits uppfærslur á bílana, nýja galla (búninga) fyrir keppendurna o.s.frvs.

Löggur og bófa eltingarleikur.

Tónlistin í leiknum er heldur ekki af verri endanum og eyrnakonfekt að hlusta á hana í valmyndum, pásu og kappakstrinum sjálfum.

Grunn mekaníkin í leiknum, þ.e. aksturinn sjálfur, er rock solid og mjög ánægjulegir bardagar eiga sér stað um allar brautir í leiknum. AI (gerfigreindin) í Hotshot Racing gefur heldur ekkert eftir og vílar ekki fyrir sér að beita þig bellibrögðum til að bregða fyrir þig fæti (dekki). Hægt er að velja þrjár erfiðleikastillingar í flestum hlutum leiksins.

Hotshot Racing er jafnvel enn skemmtilegri í splitscreen, en allt að fjórir spilarar geta spilað saman á einum skjá. Skjóttu vinum þínum ref fyrir rass í þessum.

Leikurinn keyrði (bókstaflega) ákaflega vel og reyndist vel við það sem hann gerir best: að aka mjög hratt.

Í heildina séð er hér á (hrað)ferð ákaflega fáguð afurð frá Lucky Mountain Games og Sumo Nottingham. LMG mega eiga hrós skilið fyrir þétta frumraun og verður spennandi að sjá hvað stúdíóið kemur með í framtíðinni.

Best að taka frammúr, það er alltaf öruggara.

Lokaorð: Hotshot Racing er ákaflega slick og flottur arcade kappakstursleikur með fjölda spilunarmöguleika. Nýlegt DLC fyrir leikinn var ókeypis og bætti bara við þennan svala pakka.

Plús: Hraður, flottur og skemmtilegur kappakstursleikur sem hefur margt að bjóða.

Mínus: Fátt hægt að telja upp sem dregur frá.

Einkunn: 9.0/10

Leikurinn var spilaður á PlayStation 4 Pro og PlayStation 5. Notaður var kóði frá útgefanda.

Stikla:

Sjá einnig:

Umfjöllun PS Frétta: https://psfrettir.com/2020/09/19/hotshot-racing-retro-kappakstur

Big Boss Bundle, frí uppfærsla: https://psfrettir.com/2020/11/27/hotshot-racing-faer-uppfaerslu

Curve Digital @ Twitter: https://twitter.com/CurveDigital

Leikurinn á PlayStation Store: https://store.playstation.com/en-is/product/EP4395-CUSA11573_00-0000000000000001