Skip to content

PS Fréttir

PlayStation fréttir og fróðleikur

  • PS Fréttir
    • PS4
    • PS5
    • PSVR
  • Umsagnir
  • Vaktin
  • Um okkur
  • English
  • Home
  • 2023
  • mars
  • 29
  • Þróunarsaga Dead Island 2 er lyginni líkust
  • PS4
  • PS5

Þróunarsaga Dead Island 2 er lyginni líkust

Dead Island 2 var fyrst kynntur árið 2014 en síðan þá hafa mörg leikjafyrirtæki komið að þróun hans og útkomu frestað ítrekað.
erkiengill 29/03/2023

Deildu þessu:

  • Twitter
  • Facebook

Leikurinn var fyrst kynntur árið 2014 en síðan þá hafa mörg leikjafyrirtæki komið að þróun hans og útkomu frestað ítrekað.

Dead Island 2 er framhald af seríu sem var upp á sitt besta fyrir áratug síðan, Dead Island sem kom út árið 2011 og Dead Island: Riptide sem kom út 2013. Eftir að framhaldið var kynnt hafa mörg leikjastúdíó komið að hönnun leiksins og gefist upp á verkefninu. En nú er víst stutt í útkomu leiksins, Deep Silver hafa lofað útgáfu 21. apríl nk.

Þarna er á ferðinni fyrstu persónu morð-orgía sem gerist í Los Angeles. Borgin er full af uppvakningum og það er undir þér komið að salla niður, saga í sundur og aflima kvikindin svo sómi sé að.

Nokkrir punktar um þróun leiksins:

  • 2012: Techland var upphaflega með verkefnið á sínum snærum en ákváðu svo að snúa sér alfarið að hönnun Dying Light með Warner Bros. Þýska stúdíóið Yager Development kynntu sínar hugmyndir um leikinn fyrir Deep Silver og fengu samning. Yager var tekið til gjaldþrotaskipta fáum árum síðar.
  • 2014: Dead Island 2 var sýndur á E3 kynningu Sony og áætluð útgáfa á fyrri helmingi ársins 2015. Sama ár var demo af leiknum sýnt á Gamescom ráðstefnunni.
  • 2016: Í mars var tilkynnt að þróun leiksins væri komin í hendur Sumo Digital.
  • 2019: Aftur skipt um þróunaraðila og nú er það dótturfélag Deep Silver, Dambuster Studios, sem fær það verkefni að klára leikinn.
  • 2022: Leikurinn sýndur á Gamescom og sagt að hann komi út í febrúar 2023. Í nóvember var tilkynnt að útgáfan frestaðist um nokkrar vikur eða til apríl 2023.

Dead Island 2 kemur, ef allt gengur að óskum, út fyrir PS4 og PS5 þann 21. apríl.

Nánar:

Vefsíða: https://deadisland.com

Twitter: https://twitter.com/deadislandgame

Stikla:

Tags: 2023 dambuster studios dead island 2 deep silver playstation 4 playstation 5 rpg zombie

Svipað efni

Mikil eftirvænting fyrir útkomu Final Fantasy XVI
  • PS5

Mikil eftirvænting fyrir útkomu Final Fantasy XVI

26/04/2023
Bæjarins bestu skotárásir
  • PS4
  • PS5

Bæjarins bestu skotárásir

19/04/2023
Sherlock Holmes og hryllingurinn í The Awakened
  • PS4
  • PS5

Sherlock Holmes og hryllingurinn í The Awakened

24/03/2023

Flokkar

  • PS4 (265)
  • PS5 (139)
  • PSVR (17)

Leita að efni

PS Fréttir í áskrift

Skráðu netfang til að fá nýjustu PlayStation Fréttir beint í innhólfið þitt.

Fylgdu okkur á Twitter

My Tweets

Lestu einnig

Alex hin unga og flóttinn úr hryllingshúsinu
  • PS4
  • PS5

Alex hin unga og flóttinn úr hryllingshúsinu

31/05/2023
Mikil eftirvænting fyrir útkomu Final Fantasy XVI
  • PS5

Mikil eftirvænting fyrir útkomu Final Fantasy XVI

26/04/2023
Ævintýri Cal Kestis halda áfram í Jedi: Survivor
  • PS5

Ævintýri Cal Kestis halda áfram í Jedi: Survivor

20/04/2023
Bæjarins bestu skotárásir
  • PS4
  • PS5

Bæjarins bestu skotárásir

19/04/2023
Höfundarréttur © 2020-2022 PSFréttir DarkNews by AF themes.
 

Loading Comments...