Sony hélt kynningu á dögunum (PlayStation Showcase) hvar fyrirtækið sýndi helstu titla sem væntanegir eru fyrir PlayStation leikjavélar á næstu misserum.

Insomniac Games, hluti af PlayStation studios og höfundar smella eins og Ratchet & Clank: Rift Apart og Spider-Man: Miles Morales, voru með ákaflega sterka innkomu og sýndu sýnishorn úr tveim leikjum sem stúdíóið er með í vinnslu.

Spider-Man 2

Leikurinn er væntanlegur á þarnæsta ári, 2023. Helstu persónur eru Peter Parker, Miles Morales og Venom.

Wolverine

Við fengum að sjá stutta kitlu, leikurinn er stutt kominn á veg í framleiðslu og er varla að vænta fyrr en einhvern tíma árið 2023.

Stiklur:

Marvel’s Spider-Man 2

Wolverine

By erkiengill

Arnar er miðaldra karlmaður sem hefur áhuga á tölvuleikjum. Hann er mjög lélegur spilari, sérstaklega í PvP leikjum. Hefur samt á langri ævi og mörgum leikjum safnað yfir 1600 PlayStation Trophies. Fyrsta leikjavélin sem hann eignaðist var Atari 800XL og var 64Kb.

Leave a Reply