

CD Projekt Red tilkynnti í Twitter færslu að útgáfu Cyberpunk 2077 hafi verið frestað enn eina ferðina. Leiksins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en þetta er fyrsti leikur stúdíósins síðan The Witcher 3: Wild Hunt kom út.
Samkvæmt tilkynningunni er leikurinn tilbúinn að mestu leiti en fyrirtækið vildi gefa sér meiri tíma til að fínpússa hann og laga villur. Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem útgáfunni er frestað en leikurinn átti að koma út í apríl, var síðan áætlaður í september, nóvember og nú er ráðgert að hann komi út 10. desember.


Cyberpunk 2077 er fyrstu persónu open world RPG sem gerist í framtíðinni. Um söguþráðinn:
“Cyberpunk 2077 is an open-world, action-adventure story set in Night City, a megalopolis obsessed with power, glamour and body modification. You play as V, a mercenary outlaw going after a one-of-a-kind implant that is the key to immortality. You can customize your character’s cyberware, skillset and playstyle, and explore a vast city where the choices you make shape the story and the world around you.”

Áætlað er að leikurinn komi út fyrir PlayStation 4, XB1 og PC vélar þann 10. desember.
[UPPFÆRT 27.10.2020]
Það ætlar að reynast CD Projekt Red þrautin þyngri að koma leiknum á markað, en í dag birtist tilkynning þess efnis að Cyberpunk 2077 seinki enn, nú um þrjár vikur. Nýr útgáfudagur var kynntur en það er 10. desember.
Nánar:
Twitter: https://twitter.com/CyberpunkGame
Vefsíða: https://www.cyberpunk.net
Stikla:
1 thought on “Útgáfu Cyberpunk 2077 frestað, aftur [UPPFÆRT]”