

Crystal Dynamics, sem vinnur að gerð Marvel’s Avengers fyrir PlayStation 4, hefur staðfest að leikurinn verði einnig gefinn út á PS5. Munu þeir sem kaupa leikinn fyrir PS4 geta uppfært hann frítt á nýju vélina og eins verður boðið upp á cross-play milli kynslóða.

Þetta kom fram í samtali PS Blog við Gary Snethen, tæknistjóra hjá fyrirtækinu. Crystal Dynamics er einkum þekkt fyrir að hafa unnið að gerð Tomb Raider leikjanna síðustu árin. Í umfjölluninni var töluverðu púðri eytt í að ræða kosti nýju vélarinnar og hvaða mun aðdáendur munu finna við að spila leikinn á PlayStation 5. Sjá nánar hér: https://blog.playstation.com/2020/06/22/marvels-avengers-confirmed-as-free-upgrade-to-ps5

Marvel’s Avengers er væntanlegur á PlayStation 4 þann 4. september. PS5 útgáfa er ætluð á aðventunni 2020.

[UPPFÆRT 19.10.2020]
PlayStation 5 útgáfu Marvel’s Avengers hefur verið frestað fram á næsta ár. Þetta kom fram í nokkuð ítarlegri fréttatilkynningu frá Crystal Dynamics, sem finna má hér: https://avengers.square-enix-games.com/en-us/news/sotg_oct_2020
Þar kemur m.a. fram að útgáfa leiksins á PS4 hafi ekki gengið áfallalaust og að spilarar hafi gagnrýnt fyrirtækið fyrir að senda frá sér hálfkláraðan leik. Crystal Dynamics hafa sent frá sér allmargar uppfærslur fyrir leikinn eftir að hann kom út til að laga helstu galla. Fyrirtækið hefur einnig lofað tíðum uppfærslum og viðbótum fyrir leikinn í framtíðinni.

Marvel’s Avengers kemur út fyrir PlayStation 5 á næsta ári.
Nánar:
Grein PS Blog: https://blog.playstation.com/2020/06/22/marvels-avengers-confirmed-as-free-upgrade-to-ps5
Crystal Dynamics: https://www.crystald.com
Square Enix: https://avengers.square-enix-games.com
Co-op War Zones stikla:
1 thought on “Marvel’s Avengers staðfestur fyrir PS5 [UPPFÆRT]”