

People Can Fly eru að senda frá sér Outriders, þeirra fyrsta leik í nær áratug, en fyrirtækið hafði áður gefið út vinsæla skotleikinn Bulletstorm.

Saga þessa pólska leikjastúdíós er áhugaverð, en fyrirtækið vann náið með Epic Games um langa hríð. Samvinna þeirra var orðin það mikil að Epic keypti fyrirtækið árið 2012 og unnu starfsmenn þess m.a. að gerð Fortnite og Gears of War. People Can Fly hafði þó meiri áhuga á að þróa sínar eigin vörur og keyptu starfsmenn þess hlut Epic til baka 2015 og hafa síðan unnið að gerð Outriders. Í dag eru starfsmenn fyrirtækisins orðnir fleiri en 250 og starfsstöðvar í Varsjá, London og New York.

Um er að ræða framtíðar safn-skotleik (looter shooter) með RPG áherslum og fjölspilunarmöguleikum (co-op). Útgefandi leiksins er Square Enix.

Nánar um leikinn:
“Outriders is a 1-3 player co-op RPG shooter set in an original, dark and desperate sci-fi universe. As mankind bleeds out in the trenches of Enoch, you’ll create your own Outrider and embark on a journey across the hostile planet.
With rich storytelling spanning a diverse world, you’ll leave behind the slums and shantytowns of the First City and traverse forests, mountains, and desert in the pursuit of a mysterious signal.
Combining intense gunplay with violent powers and an arsenal of increasingly twisted weaponry and gear-sets, Outriders offers countless hours of gameplay from one of the finest shooter developers in the industry.”

Áætlað er að Outriders komi út á aðventunni fyrir PS4 og PS5. Leikurinn verður einnig gefinn út fyrir XB1, Xbox Series X og PC vélar. Stadia útgáfa er svo væntanleg á næsta ári.
[UPPFÆRT 08.10.2020]
Útgáfudagur leiksins er 2. febrúar 2021 fyrir PS4 og PS5. Þeir sem kaupa PlayStation 4 leikinn fá fría uppfærslu í PlayStation 5 útgáfuna. Ný stikla fyrir Outriders var líka kynnt, sjá hér.
Nánar:
People Can Fly: https://peoplecanfly.com/games
Twitter: https://twitter.com/Outriders
Stikla: