
Hinn vinsæli indie titill Cuphead er loksins kominn út fyrir PlayStation 4.

Leikurinn kom upphaflega út á XB1 og PC tölvur árið 2017. Í fyrra bættist svo við Nintendo Switch útgáfa.

Það er kanadíska stúdíóið StudioMDHR Entertainment sem á heiðurinn að útgáfunni og þótti leikurinn einn sá áhugaverðasti sem kom út á útgáfuárinu.

Cuphead er svokallaður run-and-gun 2D platform leikur og er hönnun hans sótt í teiknimyndir 4. áratugarins. Í lok hvers borð er svo boss battle sem ku reyna á þolinmæði og hæfileika spilara.

Cuphead kom út á PS4 þann 28. júlí sl.

Nánar: