

Crimson Desert er open-world RPG ævintýri sem beðið er eftir með nokkurri eftirvæntingu. Höfundar verksins eru Pearl Abyss sem hafa áður gefið út MMORPG fantasíuna Black Desert. Kóreska leikjastúdíóið ætlaði upphaflega að gefa leikinn út árið 2021 en frestuðu útgáfunni þar sem verkefnið hefur aukist mjög að umfangi.
Leikurinn gerist í ævintýraveröldinni Pywel en konungur ríkisins, sem stjórnaði með harðri hendi, liggur í dái. Á meðan berjast ættflokkar og herstjórar þeirra um yfirráð yfir veldinu.

Hetjan Macduff fer fyrir hópi málaliða sem hefur það verkefni að ná stjórn á óreiðunni sem skapast hefur við fjarveru konungs.
Heimur Pywel er risastór með fjölda ólíkra svæða, kynþátta og trúarbragða. Og eins og góðu ævintýri sæmir er það fullt af átökum, göldrum og furðuverum.

Nokkrir punktar um leikinn og útgefandann:
- Pearl Abyss var stofnað í Suður-Kóreu árið 2010. Hjá fyrirtækinu starfa nú yfir 800 starfsmenn og auk aðalskrifstofunnar eru útibú í Japan, Taívan, Hollandi og í Bandaríkjunum.
- Fyrsta afurð félagsins var MMORPG fantasían Black Desert Online sem kom út fyrir PlayStation, Xbox og PC árið 2014. Nokkrum árum seinna kom svo út mobile útgáfa fyrir Android og IOS. Yfir 40 milljón spilarar hafa prófað leikinn á öllum tækjum.
- Árið 2018 keyptu Pearl Abyss íslenska leikjastúdíóið CCP Games. CCP halda áfram þróun EVE Online en móðurfélagið sér um markaðssetningu og útgáfumál.
- Crimson Desert var upphaflega hugsaður sem undanfari Black Desert og á að gerast í sömu veröld. Pearl Abyss ákváðu síðan að Pearl Abyss yrði single player leikur með fjölspilunarmöguleikum.
- Báðir leikirnir eru unnir í leikjavél fyrirtækisins sem kallast BlackSpace Engine.
- Pearl Abyss eru með mörg járn í eldinum. Kynntir hafa verið amk. tveir aðrir leikir sem fyrirtækið er með í þróun, DokeV og Plan 8.

Útgáfudagur Crimson Desert hefur ekki verið kynntur en vonandi er ekki langt þar til við fáum að berja herlegheitin augum.
Nánar:
Vefsíða: https://crimsondesert.pearlabyss.com
Crimson Desert á Twitter: https://twitter.com/CrimsonDesert_
Pearl Abyss: https://www.pearlabyss.com
Stikla: