

Wired Productions og stúdíóið LKA kynntu á dögunum nýja hrollvekju sem LKA er með í þróun og heitir Martha is Dead. Leikurinn gerist í hildarleik síðari heimsstyrjaldar og blandar saman sálfræði-hryllingi, draumsýnum og hindurvitnum. Sækir hann innblástur í umhverfi og sögu héraðsins Tuscany í Ítalíu.
Tvíburasystir Mörthu hinnar myrtu reynir að leysa ráðgátuna um morðið meðan sveitir fasista og bandamanna færast nær og stríðið geysar af hörku. Martha is Dead er afurð LKA.it sem hafa m.a. áður komið að gerð hins geysivel heppnaða “The Town of Light”.

Nánar um leikinn frá útgefandanum:
“The lake is where the lady lives…a dangerous place.
It’s 1944, and the body of a woman has been found, drowned and desecrated, by the side of a lake in the depths of the Italian countryside. Martha is dead, and now her twin sister must deal with the fallout from her murder, whilst the horror of war draws ever closer…
Martha Is Dead is a first person thriller created by LKA, the team behind award winning ‘The Town of Light’ It merges the beauty of the Tuscany countryside with the encroaching ugliness of war to create a psychologically impacting story based on real history, superstition, darkness and dreamscapes.”


Martha is Dead kemur út á næsta ári fyrir PS4 og PS5. Leikurinn er einnig væntanlegur á XBX, XB1 og PC.
Nánar:
LKA @ Twitter : https://twitter.com/LkaGames
Wired Productions @ Twitter : https://twitter.com/WiredP
Stikla: