

Embracer Group kynnti á dögunum um kaup samstæðunnar á tólf leikjafyrirtækjum og einu ráðgjafafyrirtæki. Embracer þekkjum við sem móðurfélag THQ Nordic og Koch Media útgáfufyrirtækjanna en sænski risinn heldur þar með áfram að kaupa minni leikjastúdíó og stækka við sig.
Fyrirtækin sem um ræðir eru þessi:
Coffee Stain North
Sænskt stúdíó sem er m.a. þekkt fyrir hinn stórkostlega Goat Simulator. Hjá fyrirtækinu starfa 22 manns í Stokkhólmi.
Quantic Lab
Fyrirtækið sérhæfir sig í gæðaprófunum og eru höfuðstöðvar þess í Rúmeníu. Hjá því starfa 390 manns.
Snapshot Games
Fyrirtækið er einkum þekkt fyrir herkænskuleikinn Phoenix Point sem kom út á síðasta ári. Stofnandi og helsti stjórnandi Snapshot er Julian Gollop, höfundur XCOM. 65 manns starfa hjá Snapshot Games.
Flying Wild Hog
Pólskt leikjafyrirtæki, höfundar Shadow Warrior seríunnar. 260 manns starfa hjá Flying Wild Hog og er fyrirtækið að sögn að vinna að fjórum nýjum titlum.
Purple Lamp Studios
38 vinna hjá Purple Lamp í Vínarborg, Austurríki. Fyrirtækið vann m.a. að gerð SpongeBob SquarePants: Battle for Bikini Bottom – Rehydrated.
34BigThings
Ítalskt leikjafyrirtæki hvar starfa 28 starfsmenn. Hefur áður komið að gerð Redout, Super Inefficient Golf og Hyperdrive Massacre.
Mad Head Games
Serbneskt leikjafyrirtæki með skrifstofur í Belgrad og Novi Sad. Hjá fyrirtækinu vinna 130 starfsmenn.
Nimble Giant Entertainment
Hönnuðir Quantum League, Nimble Giant, er með starfsemi í Buenos Aires í Argentínu. Fyrirtækið, sem telur 75 starfsmenn, hefur sérhæft sig í PC og farsímaleikjum.
Sandbox Strategies
Fyrirtækið er almannatengsla- og ráðgjafafyrirtæki í New York.
Zen Studios
Fyrirtækið er einkum þekkt fyrir kúluspils- (pinball) leikina Pinball FX og Zen Pinball. Fyrirtækið mun einnig halda áfram þróun og útgáfu á RPG leikjum eins og CastleStorm. Fyrirtækið er staðsett í Ungverjalandi.
Silent Games
Lítið leikjastúdíó í Bretlandi, vinnur að gerð leiks sem áætlað er að komi út 2023.
A Thinking Ape
Kanadískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð F2P (free-to-play) leikja. Þar starfa 82 manns.
Iugo Mobile Entertainment
Annað kanadískt fyrirtæki sem fókusar á F2P leiki, staðsett í Vancouner. Þar starfa 86 manns.

Nánar:
Frétt gamesindustry.biz: https://www.gamesindustry.biz/articles/2020-11-18-embracer-group-acquires-13-studios
Vefsíða Embracer Group: https://embracer.com/news-media