

Viðræður eru í gangi um kaup Take-Two Interactive Software á öllu hlutafé í breska leikjafyrirtækinu Codemasters. Stjórn Take-Two staðfesti þetta í tilkynningu til fjárfesta í gær.
Að sögn Take-Two hefur samtal á sér stað á milli fyrirtækjanna síðan um miðjan síðasta mánuð um hugsanlega yfirtöku, fæli það í sér að Take-Two keypti Codemasters fyrir $973 milljón bandaríkjadali ef af verður. Tilboðið er bundið ýmsum fyrirvörum og ekki víst af af því verði en stjórnir fyrirtækjanna hafa gefið sér frest til 4. desember til að komast að niðurstöðu.
Take-Two Interactive Software er risi á markaðnum, fyrirtækið á meðal annars Rockstar sem framleiðir GTA og Red Dead Redemption seríurnar. Fyrirtækið gefur einnig út vinsæla íþróttaleiki undir eigin merkjum, t.d. NBA2K og PGA Tour 2K.
Codemasters eru fornfrægt félag sem hefur síðustu ár einkum fókusað á útgáfu bílaleikja. Meðal vinsælla sería sem þeir framleiða eru m.a. Dirt, F1, Project Cars og Grid.

Nánar:
Fréttatilkynning Take-Two: https://ir.take2games.com/news-releases/news-release-details/take-two-interactive-software-inc-confirms-offer-possibly?field_nir_news_date_value%5Bmin%5D=