

Hugsaðu þér borg hvar byggingarnar geta gengið um og talað hvor við aðra. Hver þeirra á sína drauma, vonir og þrár. Oftast reyna þær bara að láta sér líka hvor við aðra og lifa af daginn. Buildings Have Feelings Too! er borgarskipulags-hermir með persónuleika. Hlutverk spilara er að stækka borgina meðan þeir passa hverja byggingu, annars eiga það á hættu að húsin verði rifin og hverfi að eilífu. Eftir því sem tíminn líður er hægt að uppgötva viðskiptatækifæri og byggja nýjar glæsihallir. Utanaðkomandi orsakaþættir gætu þó haft áhrif á framvinduna, byggingar falla og fyrirtæki fara á hausinn. Þú þarft að finna nýjar leiðir til að næra borgarlífið – það er þitt hlutverk að fylgjast með orkudreifingu, hávaðamengun og Borgarlínunni blessaðri ef bærinn á að vaxa og dafna.

Leikurinn er hannaður af norðurírska leikjastúdíóinu Blackstaff Games og höfundarnir sækja í áhugaverða sögu borgarinnar Belfast í leiknum. Útkoman er frumlegur vinkill á byggingarherma (building sim) leikjaformúluna og hvet ég alla PS4 eigendur til að prófa leikinn – þó ekki nema bara vegna þess að hér er á ferðinni frumlegasti leikjatitill ársins – og svo eru þetta líka frændur okkar!


Leikurinn kemur út fyrir PlayStation 4 á vegum Merge Games þann 25. september.
Stikla:
Nánar:
Merge Games: https://www.mergegames.com/