Outright Games kynnti fyrirætlanir sínar um útgáfu The Last Kids on Earth and the Staff of Doom fyrir PlayStation í fréttatilkynningu á dögunum.
playstation 4
Deep Silver kynntu á dögunum væntanlega útkomu Gods Will Fall, nýs ævintýra og bardagaleiks frá Manchester stúdíóinu Clever Beans.
4A Games kynntu að von væri á PS5 uppfærslu á skotleik þeirra, Metro Exodus. Einnig kom fram að næsti leikur í Metro seríunni er í vinnslu.
Meridiem Games voru að kynna útgáfu Pang Adventures: Buster Edition. Í Pang seríunni stýrir þú bræðrum sem þurfa að bjarga mannkyni frá innrás illra geimvera.
Wired Productions og stúdíóið LKA kynntu á dögunum nýja hrollvekju sem LKA er með í þróun og heitir Martha is Dead.
Curve Digital sendu á dögunum frá sér tilkynningu þess efnis að Hotshot Racing væri að fá fría uppfærslu.
Af og til koma á markað tölvuleikir sem slá umsvifalaust í gegn og verða hluti af dægurmenningu okkar og umræðuefni.
Bridge Constructor: The Walking Dead er, eins og nafnið gefur til kynna, blanda af byggingarleiknum og sjónvarpsseríunni vinsælu.
Góðar fréttir fyrir þá sem spila Star Wars Squadrons, útgefandi leiksins hefur boðað að von sé á tveimur fríum uppfærslum fyrir leikinn á þessu ári.
Maximum Games eru að gefa út endurgerð Five Nights at Freddy’s: Help Wanted í desember. Einnig eru fyrstu fimm leikirnir um Fredda væntanlegir fyrir PlayStation 4 í janúar.
GUST og Koei Tecmo hafa tilkynnt útgáfudag Atelier Ryza 2, leikurinn kemur fyrir báðar kynslóðir leikjavéla Sony í janúar.
Endurgerðir klassískra leikja eru vinsælar, nú er von á einni enn, XIII hefur verið endurhannaður fyrir PlayStation 4.
Þeir sem forpöntuðu Black Ops Cold War fyrir PlayStation gátu byrjað að spila á miðnætti. Um svipað leiti var aflétt banni af umfjöllun fréttamiðla sem hafa verið að dæla á Netið gagnrýni og dómum um leikinn.
Open-world zombie survival sandbox leikurinn Unturned kom út fyrir PlayStation 4 í dag.
Croteam og Devolver Digital kynntu nýverið að safn þriggja leikja í seríunni um hasarhetjuna Sam "Serious" Stone sé væntanlegt á PlayStation 4.
Við spiluðum hinn stórskrýtna innkaupakerru-kappakstursleik Supermarket Shriek frá BillyGoat Entertainment.
Nokkuð margir leikjaframleiðendur hafa lofað frírri uppfærslu á PlayStation 4 leikjum sínum þegar þeir koma út á PS5.
On-line RPG ævintýrið Fallout 76 fær nýja uppfærslu sem heitir Steel Dawn þann 1. desember.
PlayStation appið hefur fengið andlitslyftingu fyrir útkomu PS5. Með forritinu getur þú tengst PS vélinni með Android og iPhone símum.
BioWare hefur loks staðfest að endurgerð Mass Effect leikjanna sé í vinnslu.